Vélakostur

Vélvík starfar á sviði sérhæfðrar nákvæmnismíði þar sem fyllstu nákvæmni er krafist og hvergi má skeika hinu minnsta. Fyrirtækið býr yfir einum fullkomnasta vélakosti sem völ er á og getur því uppfyllt kröfur viðskiptavina til hins ítrasta.

Í fyrirtækinu höfum við yfir 50 mismunandi vélar og tæki sem gera okkur kleift að leysa hin margvíslegustu verkefni.Vélakostur okkar er á heimsmælikvarða á sínu sviði og þar á meðal eru vélar sem eru í sérflokki hér á landi.

Meðal okkar öflugustu véla eru eftirfarandi:

 • Mazak QTN 350 rennibekkur
 • Mazak VTC 800/20 SR 5 ása fræsivél
 • Mazak Integrex i200
 • Mazak Integrex i300
 • Mazak VCN 530 C II HS fræsivél
 • Mazak Quick Turn rennibekkur
 • Mazak HQR MSY150 rennibekkur
 • DMG DMU 80P hi-dyn fræsivél
 • DMG DMU 50 eVo linear fræsivél
 • DMG Twin 42 small frame rennibekkur
 • DMG NEF 500 rennibekkur
 • HAAS VF2 fræsivél
 • HAAS TL 15 rennibekkur
 • HAAS Toolroom Lathe TL-2 rennibekkur
 • Milltronics ML 15 rennibekkur
 • Milltronics LC RH 20 fræsivél
 • AGIE Mondo-star 20 EDM
 • Zeiss Contura 1000x1200x600 CMM mælivél