Fyrirtækið

Vélvík | Traust, fagmennska og nákvæmni í 34 ár
Fyrirtækið Vélvík var stofnuð árið 1988 af Daníel Guðmundssyni rennismíðameistara og er eitt best búna fyrirtæki landsins á sviði sérhæfðrar nákvæmnismíði. Hjá okkur starfar fagfólk með áratuga reynslu á sínu sviði og hjá Vélvík fer saman kunnátta handverksmannsins og öflugur hátæknibúnaður. Það sem þú getur hugsað upp, getum við smíðað.

Vöruhönnun og sérsmíði
Bjóðum uppá sérsmíði og verkfærasmíði, almenna rennismíði og vélsmíði með tölvustýrðum- og hefðbundnum smíðavélum