Neistagraf

Neistagröftur er tækni sem fundin var upp á árunum milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Þessi tækni byggir á rafskauti sem hefur það form sem búa á til hverju sinni. Í upphafi var tæknin heldur frumstæð og nánast eingöngu notuð þar sem önnur verkfæri dugðu ekki til. Í áranna rás hefur neistagraf þróast mjög og í dag er hægt að stýra vinnslunni mjög nákvæmlega, en nákvæmni er 1 my . Yfirborðsáferð (hrýfi) er frá 0,4 Ra my að 20 Ra my. Með neistagrafi er unnt að búa til form sem ekki er mögulegt að ná með neinni annarri tækni.