Renniverkstæði

Vélvík býr yfir vélakosti á heimsmælikvarða sem getur (rennt, fræst og neistagrafið) tiltekin verkefni útfrá allt að níu ferilásum. Slík hátækni gerir okkur kleift að skila verkefnum sem spanna allt frá laufabrauðsjárnum að hátæknilegum rannsóknarkafbátum.

Við notum nýjasta stuðningsbúnað á borð við teikniforrit og CAD-Cam kerfi til að hámarka möguleikana sem í tækjabúnaðinum felst. Þannig þýðum við hvert hönnunarverkefni úr teikningu og yfir á skipanir fyrir hinn tölvustýrða smíðabúnað sem við notum. Með Inventor frá Autodesk, Rhinoceros og svo CAD-CAM kerfi frá Virtual Gibbs erum við færir um að leysa öll þau verkefni sem á okkar borð koma.