Stansar
Allt frá stofnun árið 1988 hefur Vélvík sérhæft sig í framleiðslu á stansamótum fyrir plastiðnað. Við veitum auk þess ráðgjöf við hönnun sé þess óskað.
Mót
Vélakostur fyrirtækisins gerir okkur kleift að koma til móts við flóknustu óskir og þarfir viðskiptavina okkar þegar gerð móta er annars vegar. Komdu með hugmyndirnar til okkar og við útfærum þær með þér.
Sprautusteypumót
Sprautusteypumót er völundarsmíð, samsett úr fjölmörgum hlutum sem hver þarf að vera smíðaður af ítrustu námkvæmni. Taktu efann og áhyggjurnar út úr jöfnunni og láttu okkur um að smíða þitt sprautusteypumót.
Blástursmót
Vélvík sérhæfir sig í hönnun, þróun og framleiðslu á mótum fyrir “extrusion”-blástursvélar og „Stretch Blow Moulding“. Vélvík hefur framleitt slík mót fyrir alla vöruflokka, stórar flöskur sem smáar, sem og aðrar umbúðir. Við framleiðum meðal annars mót fyrir HPDE, LPDE, PVC, PP og PET plastefni.
Prótótýpumót
Fyrir hluti sem enn eru í þróunarferli er óþarflega dýrt að smíða fullkomið sprautusteypumót. Hjá Vélvík getum við smíðað frumgerð eða prótótýpumót fyrir hluti sem ekki eru endilega komnir í endanlega mynd.
Slík mót henta líka vel þegar framleiða þarf takmarkað magn tiltekinnar vöru. Þá telst iðulega of kostnaðarsamt að smíða sprautusteypumót fyrir verkið. Úr prótótýpumóti má framleiða allt að hundrað þúsund eintök með ódýrum hætti.